Beita sömu brögðum og í Óskarstilnefndri mynd til að ná til þingmanns Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 23:30 Þingmaðurinn Marco Rubio hefur verið gagrnýndur fyrir ummæli sín eftir skotárásina. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio fékk heldur harkaleg skilaboð á götum borgarinnar Doral í Flórída í dag. Skilaboðunum var komið til þingmanns með samskonar hætti og í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár. Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.Auglýsingaskiltin í Doral voru hins vegar utan á þremur flutningabílum en þar var bent á að þrátt fyrir að fjöldamorð eigi sér stað í skólum þá sé ekki enn búið að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum. Er Marco Rubio svo spurður hvernig standi á því? Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra. Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg. 3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz— CNN (@CNN) February 16, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio fékk heldur harkaleg skilaboð á götum borgarinnar Doral í Flórída í dag. Skilaboðunum var komið til þingmanns með samskonar hætti og í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár. Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.Auglýsingaskiltin í Doral voru hins vegar utan á þremur flutningabílum en þar var bent á að þrátt fyrir að fjöldamorð eigi sér stað í skólum þá sé ekki enn búið að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum. Er Marco Rubio svo spurður hvernig standi á því? Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra. Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg. 3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz— CNN (@CNN) February 16, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45