Fötlunaraktívisti ætlar í formann framkvæmdastjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 09:41 Inga Björk er 25 ára gamall Borgnesingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“ Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“
Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira