Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Endurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. VÍSIR/VILHELM Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira