Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 13:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45