Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2018 12:15 Logi telur umboðsmann Alþingis taka að mörgu leyti undir athugasemdir sínar og annarra þingmanna við störf ráðherra vísir/Ernir Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á dómsmálaráðherra fer fram og með hvaða hætti umræðan verður. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir að stjórnarþingmenn hljóti hver og einn að velta fyrir sér hvort rétt sé að dómsmálaráðherra sitji áfram. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað ítarlega um embættisfærslur Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við skipan fimmtán dómara í nýjan Landsrétt, þar sem hún skipti út fjórum dómurum á lista hæfisnefndar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögu sem þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata hafa lagt fram á Alþingi á dómsmálaráðherra. Hann minnir á að Hæstiréttur hafi í tvígang kveðið upp dóm vegna embættisfærslna dómsmálaráðherrans sem hafi skapað óvissu um dómstóla landsins. „Við töldum rétt að þetta kæmi fram núna þar sem umboðsmaður Alþingis hefur hefur í raun fjallað um málið. Það er skýrt að það er ekkert sem er óljóst í málinu sem vitað er um. Hann tekur að mörgu leyti finnst mér undir þær athugasemdir sem við og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd höfum gert,“ segir Logi. Landsréttur kvað nýlega upp þann dóm að þrir af dómurum réttarins væru ekki vanhæfir til að sinna störfum sínum vegna þess með hvaða hætti skipun þeirra kom til. En Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði málið til réttarins og hefur nú áfrýjað því til hæstaréttar. Logi telur ekki nauðsynlegt að bíða eftir þeim dómi áður en vantraust verði borið upp.Gæti skapast réttaróvissa til margra ára „Sú óvissa og sá málarekstur sem sem er einmitt í kring um hæfi einstakra dómara er afleiðing af ólögmætum embættisfærslum hennar. Það mun ekkert breytast þótt það komi nýr ráðherra en það þarf að vera ráðherra sem er treystandi til að fara með dómstólana í landinu,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fari mál þessara dómara hins vegar alla leið til Evrópudómstólsins sé komin upp alvarleg staða. „Þá erum við kannski að tala um tveggja ára tímabil þar sem óvissa ríkir. Og ef málið fer illa þar þá er sú staða í raun uppi að allir dómar sem hafa verið kveðnir upp á þessu tímabili af þessum dómurum eru ógildir,“ segir Logi. Þá vakni spurningar um skaðabótaskyldu stjórnvalda og afleiðingar þeirrar stöðu fyrir hagsmuni fjölda fólks. Því sé brýnt að fá fram hvaða þingmenn beri traust til dómsmálaráðherrans. Vantrauststillaga sjö þingmanna Samfylkingarinnar og sex þingmanna Pírata dugar þó ekki til þess að fella Sigríði Andersen úr embætti dómsmálaráðherra.Eruð þið að reikna með stuðningi frá öðrum þótt þeir beri tillöguna ekki fram með ykkur?„Já að sjálfsögðu erum við að gera það. Það hefur margt komið fram í ræðum fólks úr þeim flokkum sem bendir til þess. Þar fyrir utan held ég að hver og einn stjórnarþingmaður hljóti að hugsa sinn gang og velt því fyrir sér hvort að það vantraust sem ríkir sé best endurreist með því að Sigríður Andersen sitji áfram,“ segir Logi Einarsson. Það kemur síðan í ljós eftir fund forseta Alþingis með þingflokksformönnum klukkan eitt hvort vantraustumræðan fer fram í dag eða síðar. Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á dómsmálaráðherra fer fram og með hvaða hætti umræðan verður. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir að stjórnarþingmenn hljóti hver og einn að velta fyrir sér hvort rétt sé að dómsmálaráðherra sitji áfram. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað ítarlega um embættisfærslur Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við skipan fimmtán dómara í nýjan Landsrétt, þar sem hún skipti út fjórum dómurum á lista hæfisnefndar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögu sem þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata hafa lagt fram á Alþingi á dómsmálaráðherra. Hann minnir á að Hæstiréttur hafi í tvígang kveðið upp dóm vegna embættisfærslna dómsmálaráðherrans sem hafi skapað óvissu um dómstóla landsins. „Við töldum rétt að þetta kæmi fram núna þar sem umboðsmaður Alþingis hefur hefur í raun fjallað um málið. Það er skýrt að það er ekkert sem er óljóst í málinu sem vitað er um. Hann tekur að mörgu leyti finnst mér undir þær athugasemdir sem við og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd höfum gert,“ segir Logi. Landsréttur kvað nýlega upp þann dóm að þrir af dómurum réttarins væru ekki vanhæfir til að sinna störfum sínum vegna þess með hvaða hætti skipun þeirra kom til. En Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði málið til réttarins og hefur nú áfrýjað því til hæstaréttar. Logi telur ekki nauðsynlegt að bíða eftir þeim dómi áður en vantraust verði borið upp.Gæti skapast réttaróvissa til margra ára „Sú óvissa og sá málarekstur sem sem er einmitt í kring um hæfi einstakra dómara er afleiðing af ólögmætum embættisfærslum hennar. Það mun ekkert breytast þótt það komi nýr ráðherra en það þarf að vera ráðherra sem er treystandi til að fara með dómstólana í landinu,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fari mál þessara dómara hins vegar alla leið til Evrópudómstólsins sé komin upp alvarleg staða. „Þá erum við kannski að tala um tveggja ára tímabil þar sem óvissa ríkir. Og ef málið fer illa þar þá er sú staða í raun uppi að allir dómar sem hafa verið kveðnir upp á þessu tímabili af þessum dómurum eru ógildir,“ segir Logi. Þá vakni spurningar um skaðabótaskyldu stjórnvalda og afleiðingar þeirrar stöðu fyrir hagsmuni fjölda fólks. Því sé brýnt að fá fram hvaða þingmenn beri traust til dómsmálaráðherrans. Vantrauststillaga sjö þingmanna Samfylkingarinnar og sex þingmanna Pírata dugar þó ekki til þess að fella Sigríði Andersen úr embætti dómsmálaráðherra.Eruð þið að reikna með stuðningi frá öðrum þótt þeir beri tillöguna ekki fram með ykkur?„Já að sjálfsögðu erum við að gera það. Það hefur margt komið fram í ræðum fólks úr þeim flokkum sem bendir til þess. Þar fyrir utan held ég að hver og einn stjórnarþingmaður hljóti að hugsa sinn gang og velt því fyrir sér hvort að það vantraust sem ríkir sé best endurreist með því að Sigríður Andersen sitji áfram,“ segir Logi Einarsson. Það kemur síðan í ljós eftir fund forseta Alþingis með þingflokksformönnum klukkan eitt hvort vantraustumræðan fer fram í dag eða síðar.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26