Jóhanna vill að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Framsókn og Sjálfstæðisflokknum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 16:47 Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert lært af hruninu. Vísir/Arnar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira