Fréttamaður BBC með bók um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. mars 2018 07:45 Simon Cox fékk málið á heilann eins og margir aðrir. Nichole Rees Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira