„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 15:10 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Vísir/AFP Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25