Staðan í borginni Guðmundur Steingrímsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar