Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2018 21:00 Sigurður Baldursson í nýja fjósinu á Páfastöðum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn, og felst starf bóndast núna aðallega í því að fylgjast með því að allt gangi vel. Rætt var við Sigurð Baldursson, bónda á Páfastöðum, í fréttum Stöðvar 2. Kúabændur í Skagafirði eru um fimmtíu talsins. Um tuttugu þeirra standa nú í fjósbyggingum, eru að undirbúa slíkt, eða nýbúnir að reisa fjós. Þeirra á meðal er bóndinn á Páfastöðum. Kunnugir telja að þar sé fullkomnasta fjós Skagafjarðar og jafnvel á öllu landinu.Þessi róbót ekur um fjósið og skammtar fóðrið í kýrnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er ekki nýtt að róbótar sjái um að mjólka kýrnar. Hér hafa vélmenni leyst mannshöndina af við öll helstu erfiðisverk. Þannig sér róbót um heygjöfina. Bóndinn hefði annars þurft að moka sjálfur tveimur tonnum af heyi í kýrnar á hverjum degi. Hann þarf heldur ekki að moka flórinn lengur. Sérstakur róbót sér um að halda fjósinu snyrtilegu. En þetta kostar sitt; 230 milljónir króna kostaði nýju fjósið á Páfastöðum með öllu, segir bóndinn. Hugmyndafræðin er að kúnum líði vel í fjósinu, þannig mjólka þær líka meira, segir hann. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bylgja fjósbygginga gengur nú yfir héraðið. „Það var kominn líka tími á endurnýjun. Við vorum með gömul fjós. Eins og hérna. Þetta voru 30-40-50 ára gömul fjós og það var kominn tími á endurnýjun. Ef maður ætlar að vera í þessu þá þarf maður að endurnýja framleiðsluaðstöðuna, eins og allt annað,” segir bóndinn. Við fjöllum nánar um þetta veglega fjós í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 klukkan 19.25 annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá myndir úr nýja fjósinu og viðtal við Sigurð bónda: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn, og felst starf bóndast núna aðallega í því að fylgjast með því að allt gangi vel. Rætt var við Sigurð Baldursson, bónda á Páfastöðum, í fréttum Stöðvar 2. Kúabændur í Skagafirði eru um fimmtíu talsins. Um tuttugu þeirra standa nú í fjósbyggingum, eru að undirbúa slíkt, eða nýbúnir að reisa fjós. Þeirra á meðal er bóndinn á Páfastöðum. Kunnugir telja að þar sé fullkomnasta fjós Skagafjarðar og jafnvel á öllu landinu.Þessi róbót ekur um fjósið og skammtar fóðrið í kýrnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er ekki nýtt að róbótar sjái um að mjólka kýrnar. Hér hafa vélmenni leyst mannshöndina af við öll helstu erfiðisverk. Þannig sér róbót um heygjöfina. Bóndinn hefði annars þurft að moka sjálfur tveimur tonnum af heyi í kýrnar á hverjum degi. Hann þarf heldur ekki að moka flórinn lengur. Sérstakur róbót sér um að halda fjósinu snyrtilegu. En þetta kostar sitt; 230 milljónir króna kostaði nýju fjósið á Páfastöðum með öllu, segir bóndinn. Hugmyndafræðin er að kúnum líði vel í fjósinu, þannig mjólka þær líka meira, segir hann. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bylgja fjósbygginga gengur nú yfir héraðið. „Það var kominn líka tími á endurnýjun. Við vorum með gömul fjós. Eins og hérna. Þetta voru 30-40-50 ára gömul fjós og það var kominn tími á endurnýjun. Ef maður ætlar að vera í þessu þá þarf maður að endurnýja framleiðsluaðstöðuna, eins og allt annað,” segir bóndinn. Við fjöllum nánar um þetta veglega fjós í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 klukkan 19.25 annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá myndir úr nýja fjósinu og viðtal við Sigurð bónda:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30