Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi textann við Söknuð og söng, mætti á blaðamannafund tónskáldsins. Fréttablaðið/Eyþór Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. „Þetta varðar alla höfunda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tónskáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Noregi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins.Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Eyþór„Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilumál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfsmaður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneigingu til að fara frjálslega með höfundarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamannafundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjölmiðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. „Þetta varðar alla höfunda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tónskáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Noregi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins.Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Eyþór„Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilumál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfsmaður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneigingu til að fara frjálslega með höfundarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamannafundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjölmiðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30