Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 12:00 Tomas Svensson var hinn hressasti í Víkinni í gær. vísir/rakel ósk Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00