Berum á okkur andlitsmaska Ritstjórn skrifar 2. apríl 2018 17:34 Andlitsmaskar eru frábær viðbót við reglulega húðumhirðu. Þeir leika þó ekki allir sama hlutverk og skiptir öllu máli að velja sér andlitsmaska sem hentar húðtegund þinni, annars getur þú verið að gera illt verra með því að nota þá. Það má segja að nokkurs konar andlitsmaska-æði sé í gangi um þessar mundir og hefur frábær markaðssetning fyrirtækja eflaust mikið um það að segja. Nokkuð algengt er að fólk kaupi sér snyrtivörur án þess að hugsa raunverulega út í hvaða áhrif það vill að varan hafi. Það sem hentar næsta manni þýðir ekki endilega að það muni henta þér. Andlitsmaskar eru frábærir sem hálfgerð auka meðferð í húðumhirðunni og geta hjálpað mikið til við að ná fram þeim árangri sem húðin þarfnast hverju sinni, sé rétt valið. Við val á rétta maskanum eru ýmis atriði sem hafa ber í huga, svo sem aldur, húðtegund, hvaða árstíð er hverju sinni og hvaða vörur þú notar samhliða maskanum. Því er nauðsynlegt að velja rétt og alfarið eftir því sem þú þarfnast en ekki endilega af því að maskinn hentaði einhverjum öðrum. Glamour fjallar hér um 5 frábæra en ólíka maska.1. Chanel, Le lift: Næturmaski 2. Clarins, SOS Hydra Mask: Rakamaski. Rakabomba fyrir húðina á 10 mínútum. Gelkenndur maski sem að gengur fljótt inn í húðina án þess að gera hana feita. Húðin helst fersk og ljómandi eftir á.3. Laugar Spa, Face Mask Radiant: Rakamaski. Hreinsandi, nærandi og rakagefandi andlits maski. Maskinn örvar blóðrásina, dregur saman húðholur og veitir húðinni frísklegt yfirbragð. Inniheldur E og C vítamín.4. The Body Shop, Japanese Matcha Tea: Djúphreinsandi maski.5. Yves Saint Laurent, Top Sectrets Natural Action Exfoliator: Hreinsandi maski. Þegar maskinn er borinn á húðina breytist hann í hálfgerða hreinsimjólk sem að hreinsar í burtu dauðar húðflögur og önnur óhreinindi á mildan hátt. Mest lesið Rosie Huntington-Whiteley er orðin móðir Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Bella Hadid datt á tískupallinum hjá Michael Kors Glamour Þá er peysutíminn runninn upp Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Gróf götutíska í Georgíu Glamour
Andlitsmaskar eru frábær viðbót við reglulega húðumhirðu. Þeir leika þó ekki allir sama hlutverk og skiptir öllu máli að velja sér andlitsmaska sem hentar húðtegund þinni, annars getur þú verið að gera illt verra með því að nota þá. Það má segja að nokkurs konar andlitsmaska-æði sé í gangi um þessar mundir og hefur frábær markaðssetning fyrirtækja eflaust mikið um það að segja. Nokkuð algengt er að fólk kaupi sér snyrtivörur án þess að hugsa raunverulega út í hvaða áhrif það vill að varan hafi. Það sem hentar næsta manni þýðir ekki endilega að það muni henta þér. Andlitsmaskar eru frábærir sem hálfgerð auka meðferð í húðumhirðunni og geta hjálpað mikið til við að ná fram þeim árangri sem húðin þarfnast hverju sinni, sé rétt valið. Við val á rétta maskanum eru ýmis atriði sem hafa ber í huga, svo sem aldur, húðtegund, hvaða árstíð er hverju sinni og hvaða vörur þú notar samhliða maskanum. Því er nauðsynlegt að velja rétt og alfarið eftir því sem þú þarfnast en ekki endilega af því að maskinn hentaði einhverjum öðrum. Glamour fjallar hér um 5 frábæra en ólíka maska.1. Chanel, Le lift: Næturmaski 2. Clarins, SOS Hydra Mask: Rakamaski. Rakabomba fyrir húðina á 10 mínútum. Gelkenndur maski sem að gengur fljótt inn í húðina án þess að gera hana feita. Húðin helst fersk og ljómandi eftir á.3. Laugar Spa, Face Mask Radiant: Rakamaski. Hreinsandi, nærandi og rakagefandi andlits maski. Maskinn örvar blóðrásina, dregur saman húðholur og veitir húðinni frísklegt yfirbragð. Inniheldur E og C vítamín.4. The Body Shop, Japanese Matcha Tea: Djúphreinsandi maski.5. Yves Saint Laurent, Top Sectrets Natural Action Exfoliator: Hreinsandi maski. Þegar maskinn er borinn á húðina breytist hann í hálfgerða hreinsimjólk sem að hreinsar í burtu dauðar húðflögur og önnur óhreinindi á mildan hátt.
Mest lesið Rosie Huntington-Whiteley er orðin móðir Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Bella Hadid datt á tískupallinum hjá Michael Kors Glamour Þá er peysutíminn runninn upp Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Gróf götutíska í Georgíu Glamour