Þór Saari segir skilið við Pírata eftir að þeir skipuðu annan í hans stað í bankaráði Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:39 Þór Saari, fyrrverandi Pírati. vísir/gva Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn. Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn.
Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00