Brotinn húsnæðismarkaður Sigurður Hannesson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Sigurður Hannesson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar