Tekst sjúkraliðafélagi Íslands það sem mér hefur ekki tekist? Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2018 09:00 Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart. Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling heldur aðstandendur einnig. Allir lofa valkvæðri búsetu … Ég stend í þeirri trú að allir stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna, hafi lofað því að búa öldruðum valkvætt ævikvöld; þeir eigi inngengt á öldrunarstofnun þegar heilsa og geta þverr, standi óskir til þess, en geti dvalist á eigin heimili með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar sé þess óskað. Þótt þetta hafi verið stefna stjórnmálaflokkanna í orði hafa efndirnar ekki verið eftir því. Dæmi þar um: Einstaklingur á tíræðisaldri í Reykjavík fullfær um að búa heima með aðstoð fjölskyldu biður um eitt og aðeins eitt, aðstoð við böðun tvisvar til þrisvar í viku. Svarið er skýrt, slíka aðstoð fær viðkomandi að hámarki einu sinni í viku! … en framkvæmdin í skötulíki Þegar velferðarsvið borgarinnar var spurt í formlegu erindi hvort það væri mat þeirra sem ábyrgir væru fyrir þessum málum að nægilegur mannafli væri fyrir hendi og nægilegu fjármagni væri varið til málaflokksins, var svar fagfólksins - stjórnmálamennirnir svöruðu ekki - að hvorki nægði fjármagnið né mannaflinn miðað við umfang verkefnisins og fjölgun aldraðra. Frá því að þessi fundur var haldinn hefur opinber umræða um málefnið ekki komist á flug þrátt fyrir að það brenni á þúsundum einstaklinga. Umræðan fer vissulega fram en hún er í hálfum hljóðum og hún er vondauf og þreytuleg. Óþægileg umræða? Í kosningaumræðunni er þessi málaflokkur varla til. Stjórnmálamenn kjósa að halda sig á öðrum miðum enda loforðin á þessu sviði margsvikin og umræðan fyrir vikið óþægileg. Á fimmtudag í næstu viku, 26. apríl, freistar Sjúkraliðafélag Íslands þess hins vegar að koma þessari umræðu á flot á ráðstefnu sem félagið efnir til. Þar verður spurt um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu sem þeim stendur til boða. Spurt er um stefnu og framkvæmd. Skorað á fjölmiðla Ég heiti á fjölmiðla að fylgja góðu fordæmi Sjúkraliðafélags Íslands og beina spurningum til stjórnmálaflokkanna um hvernig þeir hyggist taka á þessum málum, komist þeir til áhrifa að afloknum komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart. Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling heldur aðstandendur einnig. Allir lofa valkvæðri búsetu … Ég stend í þeirri trú að allir stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna, hafi lofað því að búa öldruðum valkvætt ævikvöld; þeir eigi inngengt á öldrunarstofnun þegar heilsa og geta þverr, standi óskir til þess, en geti dvalist á eigin heimili með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar sé þess óskað. Þótt þetta hafi verið stefna stjórnmálaflokkanna í orði hafa efndirnar ekki verið eftir því. Dæmi þar um: Einstaklingur á tíræðisaldri í Reykjavík fullfær um að búa heima með aðstoð fjölskyldu biður um eitt og aðeins eitt, aðstoð við böðun tvisvar til þrisvar í viku. Svarið er skýrt, slíka aðstoð fær viðkomandi að hámarki einu sinni í viku! … en framkvæmdin í skötulíki Þegar velferðarsvið borgarinnar var spurt í formlegu erindi hvort það væri mat þeirra sem ábyrgir væru fyrir þessum málum að nægilegur mannafli væri fyrir hendi og nægilegu fjármagni væri varið til málaflokksins, var svar fagfólksins - stjórnmálamennirnir svöruðu ekki - að hvorki nægði fjármagnið né mannaflinn miðað við umfang verkefnisins og fjölgun aldraðra. Frá því að þessi fundur var haldinn hefur opinber umræða um málefnið ekki komist á flug þrátt fyrir að það brenni á þúsundum einstaklinga. Umræðan fer vissulega fram en hún er í hálfum hljóðum og hún er vondauf og þreytuleg. Óþægileg umræða? Í kosningaumræðunni er þessi málaflokkur varla til. Stjórnmálamenn kjósa að halda sig á öðrum miðum enda loforðin á þessu sviði margsvikin og umræðan fyrir vikið óþægileg. Á fimmtudag í næstu viku, 26. apríl, freistar Sjúkraliðafélag Íslands þess hins vegar að koma þessari umræðu á flot á ráðstefnu sem félagið efnir til. Þar verður spurt um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu sem þeim stendur til boða. Spurt er um stefnu og framkvæmd. Skorað á fjölmiðla Ég heiti á fjölmiðla að fylgja góðu fordæmi Sjúkraliðafélags Íslands og beina spurningum til stjórnmálaflokkanna um hvernig þeir hyggist taka á þessum málum, komist þeir til áhrifa að afloknum komandi kosningum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar