Yfirklór Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2018 09:00 Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar