Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 08:00 Jóhann Helgason og Jóhann, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi texta við Söknuð. Jóhann boðar málaferli vegna stuldar á laginu. Vísir/eyþór Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45