Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2018 15:30 Dr. Strange, Tony Stark, Bruce Banner og Wong í Infinity War. Þetta eru fjórir af um fjörutíu karakterum sem eru í þessari miklu mynd sem á sér um tíu ára forsögu. Tíu ár eru síðan Iron Man leit dagsins ljós sem markaði upphafið á einni farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma. Um er að ræða Marvel-ofurhetjukvikmyndirnar en í síðustu viku var nítjánda myndin frumsýnd og er ekkert lát á vinsældunum. Avengers: Infinity War státar af stærstu opnunarhelgi allra tíma á heimsvísu. Myndin þénaði 630 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa víða um heim í frumsýningarvikunni. Sú tala er fremur sláandi ef litið er til þess að myndin verður ekki frumsýnd fyrr en 11. maí næstkomandi í Kína. Myndirnar í öðru og þriðja sæti eru The Fate of the Furious, með 541 milljónir dollara, og Star Wars: The Force Awakens með 529 milljónir dollara. Í Avengers: Infinity War berjast hetjur Marvel-heimsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða helmingi alls lífs í alheiminum. Thanos er haldinn þeirri trú að offjölgun leiði af sér tortímingu alls lífs og því verði að grisja mannfjöldann til að koma á jafnvægi. Það ætlar hann að gera með því að komast yfir steina sem eru kenndir við óendanleika, e. Infinity stones. Til að beisla kraft þessara sex steina lét hann móta sérstakan hanska til að geta fangað þá alla og orðið um leið öflugasta vera alheimsins sem getur þurrkað út helming alls lífs með því að smella saman fingrum.Í þessari grein gætu leynst upplýsingar sem mögulega gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá Infinity War og eru þeir því beðnir um að láta staðar numið hér.Velgengni Marvel-kvikmyndaheimsins er alls ekki sjálfgefin og þarf ekki annað en að líta til misheppnaðra tilrauna keppinautanna í hjá DC-myndasögunum til að sjá að það er hreinlega ekki nóg að hrúga þekktum ofurhetjum í kvikmynd svo hún teljist vel heppnuð. Nánast hver einasta Marvel-mynd sem hefur verið gefin út síðastliðin 10 ár hefur notið mikilla vinsælda og skilað þokkalegum tekjum. Það gerir Marvel með hetjum sem er ekki nærri því jafn þekktar og hetjur DC.Hér fyrir neðan má sjá útskýringu CNN á velgengni Marvel en þar er forstjóra Marvel Studios, Kevin Feige, líkt við karakterinn Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem setur saman Avengers-teymið í myndasögunum. Marvel hefur til að mynda náð að gera myndir um Iron Man, Ant Man, þrumuguðinn Þór, Dr. Strange og Black Panther að stærstu myndum síðustu ára sem vel flestir áhorfendur eru ánægðir með, á meðan DC hefur átt erfitt uppdráttar með mun þekktari hetjur á borð við Superman og Batman. Í nýjustu Marvel-myndinni, Avengers: Infinity War, koma fyrir hátt í fjörutíu karakterar og ótrúlegt til þess að hugsa að aðstandendum myndarinnar hafi tekist það án þess að áhorfendur hafi orðið of ruglaðir í ríminu. Þessu má þó að stóru leyti þakka tíu ára uppbyggingu sem nær hámarki í þessari mynd. Lang flestir karakterarnir hafa komið fyrir í öðrum myndum Marvel á þessu tíu ára tímabili og þess vegna eiga áhorfendur auðveldara með að fylgjast með og ekki þarf að kynna baksögu hvers og eins. Þá hjálpaði einnig til sú útfærsla handritshöfundanna að skipta myndinni í raun upp í nokkrar sögur og láta hetjurnar berjast saman í nokkrum hópum sem varð þess valdandi að mun auðveldara var að koma þeim öllum fyrir. En fyrir tíu árum var þetta ekki svo sjálfgefið.Robert Downy Jr. og John Favreu á tökustað Iron Man.IMDBAllt breyttist með Iron Man Marvel vörumerkið hefur verið til frá árinu 1939 en var ekki markaðsett sérstaklega fyrr en árið 1961 þegar fyrsta tölublaðið af ofurhetjuteyminu Fantastic Four var gefið út. Síðan þá hefur mikið vatn og margar hetjur runnið til sjávar, þar á meðal Captain America, Spiderman, Wolverine og Hulk, svo dæmi séu tekin. Kvikmyndaver gerðu samninga við Marvel um að nota ofurhetjurnar þeirra í bíómyndir en árið 2005 ákvað Marvel að stofna eigið kvikmyndaver. Ástæðan var að aðstandendur Marvel töldu sig vera að græða of lítið á hetjunum sínum og vildu hafa eitthvað um það að segja hvernig þær birtast á hvíta tjaldinu. Að þeirra mati hafði það ekki verið gert nógu vel, enda margar misheppnaðar tilraunir að baki en einhverjar með aðeins meiri árangri á borð við X-Men og Spiderman-myndirnar. Fyrsta mynd Marvel-kvikmyndaversins var Iron Man og var Robert Downey Jr. valinn til að leika hetjuna Tony Stark.Voru ekki hrifin af Downey Jr. fyrst um sinn Það var leikstjóri myndarinnar, John Favreu, sem valdi Downey Jr. en Marvel-kvikmyndaverið mótmælti þeirri ákvörðun til að byrja með. Downey Jr. var á þeim tíma ekki sá allra vinsælasti innan Hollywood. Hann hafði farið í gegnum mikinn öldudal á ferli sínum vegna áfengis- og eiturlyfjaneyslu en hafði á árunum fyrir Iron Man sýnt stjörnuleik í nokkrum myndum og þáttum og sýnt og sannað að hann hafði ennþá það sem þurfti til að vera stórstjarna.Favreu barðist fyrir Downey Jr. og sagði engan annan koma til greina í hlutverkið. Marvel-Studios samþykktu það að lokum og sáu ekki eftir þeirri ákvörðun.Robert Downey og Jeff Bridges í Iron Man.IMDBEkki gert ráð fyrir samtölum í handritinu Það var nefnilega þannig að þegar tökur á myndinni hófust var nánast ekkert handrit að ráði fyrir leikarana til að styðjast við. Leikarinn Jeff Bridges var fenginn til að leika Obadiah Stane í myndinni, sem var einn af lærimeisturum og vinum Tony Stark en reyndist svo vera hið mesta illmenni. Bridges hefur lýst því í viðtali hvernig það var að taka upp myndina án handrits. Forsvarsmenn Marvel höfðu lagt mesta áherslu á að beinagrind sögunnar væri rétt og hvernig ætti að vinna tæknibrellur og móta hasaratriði. Engin hafði þó gert ráð fyrir samtölum í myndinni þegar kom að handritum. Bridges sagði frá því hvernig hann og leikstjórinn John Favreu og Robert Downey Jr. hefðu setið saman í herbergi án þess að vita hvað þeir væru að fara að taka upp og hvernig. Bridges var ekki hrifin af þessu fyrirkomulagi því hann vill mæta undirbúinn til leiks og sagðist ekki taka annað í mál en að vera búinn að læra línurnar sínar. Um leið og honum var sagt að slaka og láta eins og hann væri að leika í kvikmynd hjá kvikmyndaskólanemum, sem kostaði reyndar 200 milljónir dollara á þeim tíma, náði hann að slaka á.Spuni á tökustað Úr varð að flest samtölin í kvikmyndinni voru spunnin á staðnum af leikurunum og leikstjóranum sem varð til þess að karakterarnir í myndinni urðu mun mannlegri og samtölin náttúruleg. Það hefur skrifast að mestu á Robert Downey Jr. sem er sagður eiga afar létt með að spinna samtöl. Þessi taktur og þessi stemning sem ríkti í Iron Man hefur síðan þá verið gegnumgangandi í Marvel-myndunum og orðið að hluta til þess valdandi að þær eru svo vinsælar.Sjá einnig: Robert Downey tekjuhæsti leikari heims. Það héldu reyndar margir að Marvel væri að ofmetnast þegar kvikmyndaverið ákvað að gefa út myndina Guardians of the Galaxy, mynd sem fjallar um ofurhetjuteymi með þvottabjörn og tré innanborðs. Var talið að sú mynd væri of framandi en það var leyst með miklum húmor og notkun þekktra dægurlaga sem varð þess valdandi atburðarásin í myndinni var ekki eins fjarlæg og menn höfðu óttast. Myndin rakaði inn seðlum og var ein af vinsælustu myndum ársins 2014. Kevin Feige, sá sem öllu stjórnar hjá Marvel-Studios, lét hafa eftir sér eitt sinn að þeir hefðu sett sér þá vinnureglu snemma að haga útgáfuferlinu þannig að gefa út eina mynd á hverju ári með þekktri hetju og svo aðra sama ár með minna þekktri hetju. Þannig héldist góður taktur í útgáfuferlinu.Thanos er með ógnvænlegri illmennum.IMDBVæntanlegar myndir draga úr vægi dauðdaga Á þessum tíu árum sem útgáfa þessara kvikmynda hefur staðið yfir hefur koma illmennisins Thanos verið boðuð frá árinu 2012 þegar fyrsta Avengers myndin kom út. Þar sást Thanos bregða fyrir eftir atburði myndarinnar þar sem hann hafði augastað á jörðinni. Marvel hefur hægt og rólega kynnt til leiks óendanlegu steinanna sem Thanos girnist en eins og flestir sem hafa séð Avengers: Infinity War vita kemst Thanos yfir steinanna sex og nær að eyða helmingi alls lífs. Því fengu áhorfendur að fylgjast með því þegar nokkrar af hetjunum verða hreinlega að ryki undir lok myndarinnar og frekar átakanlegt að sjá. Það sem dregur þó úr þessum atburðum er fyrirhuguð útgáfa Marvel á næstu ofurhetjumyndum. Á meðal þeirra sem dóu voru Peter Quill eða Starlord úr Guardians of the Galaxy, leikinn af Chris Pratt, Spiderman leikinn af Tom Holland og Black Panther leikinn Chadwick Boseman. Ef litið er til dæmis á IMDB-síðu Tom Holland kemur í ljós að hann á að leika Spiderman aftur í framhaldsmynd um hetjunum sem á að frumsýna árið 2019. Leikstjóri Guardians of the Galaxy, James Gunn, hefur gefið út að þriðja myndin um Guardians kemur út árið 2019 og þá er talið nánast öruggt að framhaldsmynd verði gerð um Black Panther. The Infinity War er byggð að stórum hluta á teiknimyndasögunni The Infinity Guantlet þar sem Thanos kemst yfir steinana sex og eyðir helmingi alls lífs ásamt því að drepa nánast allar Marvel-hetjurnar. Það sem gerist hins vegar í þeirri sögu er að Thanos er sigraður og hanskinn notaður til að vekja alla aftur til lífs sem Thanos hafði banað.Þeir sem vilja kynna sér þá sögu geta hlustað á þennan gaur lesa hana.Öflug hetja á leiðinni Framhald Avengers: Infinity War verður frumsýnt 3. maí á næsta ári. Hvað gerist í þeirri mynd er svo sem á huldu. Vitað er að Captain Marvel, leikin af Brie Larson, mun hafa eitthvað um það að segja. Um er að ræða eina öflugustu hetju Marvel-heimsins en hún fær sína eigin mynd sem frumsýnd verður 8. mars á næsta ári, eða fyrir framhald Infinity War.Þeir sem þekkja söguna The Infinity Guntlet vita einnig að enn á eftir að kynna eina hetjuna til leiks sem hefur mikið um framvinduna að segja. Það er hetja að nafni Adam Warlock sem býr í Sálarheiminu, eða The Soul World, sem er innan sálarsteinsins, sem er inn af þessum sex óendanleikasteinum. Warlock er sá sem hefur mest að segja um hvernig hetjurnar ná að bjarga deginum í Infinity Gauntlet. Það sem gerir það hins vegar ólíklegt að Warlock birtist í framhaldinu er að hann hefur hvergi sést í mynd í fyrri myndunum. Í Guardians of the Galaxy-myndunum hefur koma hans verið boðuð með því að sýna nokkurskonar lirfuhýði sem hann á að vera innan í, líkt og í myndasögunni The Infinity Gauntlet. Mögulega gæti Captain Marvel tekið hans stað sem hinn mikli bjargvættur, eða jafnvel Vision vegna tengsla hans við óendanleika steinanna. Sagan ekki eins Það sem gerir erfitt fyrir að spá fyrir um þetta er sú staðreynd að Marvel-kvikmyndirnar fara ekki nákvæmlega eftir myndasögunum sjálfum. Í The Infinity Gauntlet eyðir Thanos helmingi alls lífs til að ganga í augun á dauðagyðju sem hann er ástfanginn af en hún vill ekkert með hann hafa. Þeir sem hafa séð Infinity War tóku væntanlega eftir því að allt önnur ástæða bjó að baki ódæði Thanosar en það að reyna að heilla dauðann. Þá höfðu margir spáð því að Avengers: Infinity War yrði síðast mynd þeirra Robert Downey Jr. og Chris Evans því að Iron Man og Captain America yrðu drepnir. Raunin varð hins vegar sú að þeir voru á meðal þeirra fáu sem eftir stóðu í lok myndarinnar. Það er því lítið annað eftir að gera en að bíða í rúmt ár eftir framhaldinu og sjá hvað gerist. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tíu ár eru síðan Iron Man leit dagsins ljós sem markaði upphafið á einni farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma. Um er að ræða Marvel-ofurhetjukvikmyndirnar en í síðustu viku var nítjánda myndin frumsýnd og er ekkert lát á vinsældunum. Avengers: Infinity War státar af stærstu opnunarhelgi allra tíma á heimsvísu. Myndin þénaði 630 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa víða um heim í frumsýningarvikunni. Sú tala er fremur sláandi ef litið er til þess að myndin verður ekki frumsýnd fyrr en 11. maí næstkomandi í Kína. Myndirnar í öðru og þriðja sæti eru The Fate of the Furious, með 541 milljónir dollara, og Star Wars: The Force Awakens með 529 milljónir dollara. Í Avengers: Infinity War berjast hetjur Marvel-heimsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða helmingi alls lífs í alheiminum. Thanos er haldinn þeirri trú að offjölgun leiði af sér tortímingu alls lífs og því verði að grisja mannfjöldann til að koma á jafnvægi. Það ætlar hann að gera með því að komast yfir steina sem eru kenndir við óendanleika, e. Infinity stones. Til að beisla kraft þessara sex steina lét hann móta sérstakan hanska til að geta fangað þá alla og orðið um leið öflugasta vera alheimsins sem getur þurrkað út helming alls lífs með því að smella saman fingrum.Í þessari grein gætu leynst upplýsingar sem mögulega gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá Infinity War og eru þeir því beðnir um að láta staðar numið hér.Velgengni Marvel-kvikmyndaheimsins er alls ekki sjálfgefin og þarf ekki annað en að líta til misheppnaðra tilrauna keppinautanna í hjá DC-myndasögunum til að sjá að það er hreinlega ekki nóg að hrúga þekktum ofurhetjum í kvikmynd svo hún teljist vel heppnuð. Nánast hver einasta Marvel-mynd sem hefur verið gefin út síðastliðin 10 ár hefur notið mikilla vinsælda og skilað þokkalegum tekjum. Það gerir Marvel með hetjum sem er ekki nærri því jafn þekktar og hetjur DC.Hér fyrir neðan má sjá útskýringu CNN á velgengni Marvel en þar er forstjóra Marvel Studios, Kevin Feige, líkt við karakterinn Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem setur saman Avengers-teymið í myndasögunum. Marvel hefur til að mynda náð að gera myndir um Iron Man, Ant Man, þrumuguðinn Þór, Dr. Strange og Black Panther að stærstu myndum síðustu ára sem vel flestir áhorfendur eru ánægðir með, á meðan DC hefur átt erfitt uppdráttar með mun þekktari hetjur á borð við Superman og Batman. Í nýjustu Marvel-myndinni, Avengers: Infinity War, koma fyrir hátt í fjörutíu karakterar og ótrúlegt til þess að hugsa að aðstandendum myndarinnar hafi tekist það án þess að áhorfendur hafi orðið of ruglaðir í ríminu. Þessu má þó að stóru leyti þakka tíu ára uppbyggingu sem nær hámarki í þessari mynd. Lang flestir karakterarnir hafa komið fyrir í öðrum myndum Marvel á þessu tíu ára tímabili og þess vegna eiga áhorfendur auðveldara með að fylgjast með og ekki þarf að kynna baksögu hvers og eins. Þá hjálpaði einnig til sú útfærsla handritshöfundanna að skipta myndinni í raun upp í nokkrar sögur og láta hetjurnar berjast saman í nokkrum hópum sem varð þess valdandi að mun auðveldara var að koma þeim öllum fyrir. En fyrir tíu árum var þetta ekki svo sjálfgefið.Robert Downy Jr. og John Favreu á tökustað Iron Man.IMDBAllt breyttist með Iron Man Marvel vörumerkið hefur verið til frá árinu 1939 en var ekki markaðsett sérstaklega fyrr en árið 1961 þegar fyrsta tölublaðið af ofurhetjuteyminu Fantastic Four var gefið út. Síðan þá hefur mikið vatn og margar hetjur runnið til sjávar, þar á meðal Captain America, Spiderman, Wolverine og Hulk, svo dæmi séu tekin. Kvikmyndaver gerðu samninga við Marvel um að nota ofurhetjurnar þeirra í bíómyndir en árið 2005 ákvað Marvel að stofna eigið kvikmyndaver. Ástæðan var að aðstandendur Marvel töldu sig vera að græða of lítið á hetjunum sínum og vildu hafa eitthvað um það að segja hvernig þær birtast á hvíta tjaldinu. Að þeirra mati hafði það ekki verið gert nógu vel, enda margar misheppnaðar tilraunir að baki en einhverjar með aðeins meiri árangri á borð við X-Men og Spiderman-myndirnar. Fyrsta mynd Marvel-kvikmyndaversins var Iron Man og var Robert Downey Jr. valinn til að leika hetjuna Tony Stark.Voru ekki hrifin af Downey Jr. fyrst um sinn Það var leikstjóri myndarinnar, John Favreu, sem valdi Downey Jr. en Marvel-kvikmyndaverið mótmælti þeirri ákvörðun til að byrja með. Downey Jr. var á þeim tíma ekki sá allra vinsælasti innan Hollywood. Hann hafði farið í gegnum mikinn öldudal á ferli sínum vegna áfengis- og eiturlyfjaneyslu en hafði á árunum fyrir Iron Man sýnt stjörnuleik í nokkrum myndum og þáttum og sýnt og sannað að hann hafði ennþá það sem þurfti til að vera stórstjarna.Favreu barðist fyrir Downey Jr. og sagði engan annan koma til greina í hlutverkið. Marvel-Studios samþykktu það að lokum og sáu ekki eftir þeirri ákvörðun.Robert Downey og Jeff Bridges í Iron Man.IMDBEkki gert ráð fyrir samtölum í handritinu Það var nefnilega þannig að þegar tökur á myndinni hófust var nánast ekkert handrit að ráði fyrir leikarana til að styðjast við. Leikarinn Jeff Bridges var fenginn til að leika Obadiah Stane í myndinni, sem var einn af lærimeisturum og vinum Tony Stark en reyndist svo vera hið mesta illmenni. Bridges hefur lýst því í viðtali hvernig það var að taka upp myndina án handrits. Forsvarsmenn Marvel höfðu lagt mesta áherslu á að beinagrind sögunnar væri rétt og hvernig ætti að vinna tæknibrellur og móta hasaratriði. Engin hafði þó gert ráð fyrir samtölum í myndinni þegar kom að handritum. Bridges sagði frá því hvernig hann og leikstjórinn John Favreu og Robert Downey Jr. hefðu setið saman í herbergi án þess að vita hvað þeir væru að fara að taka upp og hvernig. Bridges var ekki hrifin af þessu fyrirkomulagi því hann vill mæta undirbúinn til leiks og sagðist ekki taka annað í mál en að vera búinn að læra línurnar sínar. Um leið og honum var sagt að slaka og láta eins og hann væri að leika í kvikmynd hjá kvikmyndaskólanemum, sem kostaði reyndar 200 milljónir dollara á þeim tíma, náði hann að slaka á.Spuni á tökustað Úr varð að flest samtölin í kvikmyndinni voru spunnin á staðnum af leikurunum og leikstjóranum sem varð til þess að karakterarnir í myndinni urðu mun mannlegri og samtölin náttúruleg. Það hefur skrifast að mestu á Robert Downey Jr. sem er sagður eiga afar létt með að spinna samtöl. Þessi taktur og þessi stemning sem ríkti í Iron Man hefur síðan þá verið gegnumgangandi í Marvel-myndunum og orðið að hluta til þess valdandi að þær eru svo vinsælar.Sjá einnig: Robert Downey tekjuhæsti leikari heims. Það héldu reyndar margir að Marvel væri að ofmetnast þegar kvikmyndaverið ákvað að gefa út myndina Guardians of the Galaxy, mynd sem fjallar um ofurhetjuteymi með þvottabjörn og tré innanborðs. Var talið að sú mynd væri of framandi en það var leyst með miklum húmor og notkun þekktra dægurlaga sem varð þess valdandi atburðarásin í myndinni var ekki eins fjarlæg og menn höfðu óttast. Myndin rakaði inn seðlum og var ein af vinsælustu myndum ársins 2014. Kevin Feige, sá sem öllu stjórnar hjá Marvel-Studios, lét hafa eftir sér eitt sinn að þeir hefðu sett sér þá vinnureglu snemma að haga útgáfuferlinu þannig að gefa út eina mynd á hverju ári með þekktri hetju og svo aðra sama ár með minna þekktri hetju. Þannig héldist góður taktur í útgáfuferlinu.Thanos er með ógnvænlegri illmennum.IMDBVæntanlegar myndir draga úr vægi dauðdaga Á þessum tíu árum sem útgáfa þessara kvikmynda hefur staðið yfir hefur koma illmennisins Thanos verið boðuð frá árinu 2012 þegar fyrsta Avengers myndin kom út. Þar sást Thanos bregða fyrir eftir atburði myndarinnar þar sem hann hafði augastað á jörðinni. Marvel hefur hægt og rólega kynnt til leiks óendanlegu steinanna sem Thanos girnist en eins og flestir sem hafa séð Avengers: Infinity War vita kemst Thanos yfir steinanna sex og nær að eyða helmingi alls lífs. Því fengu áhorfendur að fylgjast með því þegar nokkrar af hetjunum verða hreinlega að ryki undir lok myndarinnar og frekar átakanlegt að sjá. Það sem dregur þó úr þessum atburðum er fyrirhuguð útgáfa Marvel á næstu ofurhetjumyndum. Á meðal þeirra sem dóu voru Peter Quill eða Starlord úr Guardians of the Galaxy, leikinn af Chris Pratt, Spiderman leikinn af Tom Holland og Black Panther leikinn Chadwick Boseman. Ef litið er til dæmis á IMDB-síðu Tom Holland kemur í ljós að hann á að leika Spiderman aftur í framhaldsmynd um hetjunum sem á að frumsýna árið 2019. Leikstjóri Guardians of the Galaxy, James Gunn, hefur gefið út að þriðja myndin um Guardians kemur út árið 2019 og þá er talið nánast öruggt að framhaldsmynd verði gerð um Black Panther. The Infinity War er byggð að stórum hluta á teiknimyndasögunni The Infinity Guantlet þar sem Thanos kemst yfir steinana sex og eyðir helmingi alls lífs ásamt því að drepa nánast allar Marvel-hetjurnar. Það sem gerist hins vegar í þeirri sögu er að Thanos er sigraður og hanskinn notaður til að vekja alla aftur til lífs sem Thanos hafði banað.Þeir sem vilja kynna sér þá sögu geta hlustað á þennan gaur lesa hana.Öflug hetja á leiðinni Framhald Avengers: Infinity War verður frumsýnt 3. maí á næsta ári. Hvað gerist í þeirri mynd er svo sem á huldu. Vitað er að Captain Marvel, leikin af Brie Larson, mun hafa eitthvað um það að segja. Um er að ræða eina öflugustu hetju Marvel-heimsins en hún fær sína eigin mynd sem frumsýnd verður 8. mars á næsta ári, eða fyrir framhald Infinity War.Þeir sem þekkja söguna The Infinity Guntlet vita einnig að enn á eftir að kynna eina hetjuna til leiks sem hefur mikið um framvinduna að segja. Það er hetja að nafni Adam Warlock sem býr í Sálarheiminu, eða The Soul World, sem er innan sálarsteinsins, sem er inn af þessum sex óendanleikasteinum. Warlock er sá sem hefur mest að segja um hvernig hetjurnar ná að bjarga deginum í Infinity Gauntlet. Það sem gerir það hins vegar ólíklegt að Warlock birtist í framhaldinu er að hann hefur hvergi sést í mynd í fyrri myndunum. Í Guardians of the Galaxy-myndunum hefur koma hans verið boðuð með því að sýna nokkurskonar lirfuhýði sem hann á að vera innan í, líkt og í myndasögunni The Infinity Gauntlet. Mögulega gæti Captain Marvel tekið hans stað sem hinn mikli bjargvættur, eða jafnvel Vision vegna tengsla hans við óendanleika steinanna. Sagan ekki eins Það sem gerir erfitt fyrir að spá fyrir um þetta er sú staðreynd að Marvel-kvikmyndirnar fara ekki nákvæmlega eftir myndasögunum sjálfum. Í The Infinity Gauntlet eyðir Thanos helmingi alls lífs til að ganga í augun á dauðagyðju sem hann er ástfanginn af en hún vill ekkert með hann hafa. Þeir sem hafa séð Infinity War tóku væntanlega eftir því að allt önnur ástæða bjó að baki ódæði Thanosar en það að reyna að heilla dauðann. Þá höfðu margir spáð því að Avengers: Infinity War yrði síðast mynd þeirra Robert Downey Jr. og Chris Evans því að Iron Man og Captain America yrðu drepnir. Raunin varð hins vegar sú að þeir voru á meðal þeirra fáu sem eftir stóðu í lok myndarinnar. Það er því lítið annað eftir að gera en að bíða í rúmt ár eftir framhaldinu og sjá hvað gerist.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira