Núll stig Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar