Glóð varð að báli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. maí 2018 14:44 Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar