Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar