Leiðtogakjör? Guðmundur Brynjólfsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Kosningar 2018 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar