Facebook vill nektarmyndir fyrirfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Facebook vill stemma stigu við dreifingu nektarmynda. William Iven Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira