Stytta af Gústa guðsmanni steypt í brons Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2018 17:20 Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa. Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa.
Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira