Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 14:46 Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47
Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56