Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 13:47 Aron Pálmarsson er í hópnum en nafni hans Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Vísir/EPA Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira