Varðandi kjaramál Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar