Árangur Englands á HM orðinn óvæntur höfuðverkur fyrir forsætisráðherrann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2018 20:44 Charles Michel, forsætisráðherra Belga, afhentu Theresu May belgísku landsliðstreyjuna á dögunum. Svo gæti farið að England og Belgía mætist í úrslitum HM. Vísir/Getty Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May. HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May.
HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira