Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:55 Kröfur í þrotabú Karls Wernerssonar hljóða upp á milljarða króna. Vísir/GVA Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar sem tekið var til gjaldþrotaskipta í apríl. Haldinn verður skiptafundur með kröfuhöfum í næstu viku að sögn Árna Ármanns Árnasonar, lögmanns og skiptastjóra í búinu. Árni segir kröfur í búið í sjálfu sér ekki svo margar en upphæðirnar afar háar. Þeirra á meðal er Milestone, skiptabeiðandinn, sem krafðist þess að Karl yrði lýstur gjaldþrota í júlí í fyrra. Kröfuskráin í búið er ekki opinber enn sem komið er að sögn Árna. Karl skuldar þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna í kjölfar dómsmála. Hlaut Karl 3,5 árs fangelsisdóm fyrir umboðssvik í rekstri Milestone og var sömuleiðis dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna. Daginn eftir dóminn skilaði Karl leiðréttum ársreikningi og rúmlega tvítugur sonur Karls var skyndilega orðinn eigandi Lyfja og heilsu. Lyf og heilsa var hluti af Milestone en seld út úr félaginu árið 2008. Lyf og heilsa rekur tugi apóteka undir merkjum Lyfja og heilsu, Gamla apóteksins og Apótekarans. Veltan árið 2015 var sex milljarðar króna. Stundin vekur athygli á því í dag að fasteignafélagið Faxar ehf. sé nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að vaktin flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í júní. Faxar rekur apótek Lyfja og heilsa í húsinu. Eignarhald Jóns Hilmars Karlssonar á fasteignum í Austurveri og á Lyfjum og heilsu er í gegnum Faxa ehf. og Toska ehf. Jón Hilmar fékk sem fyrr segir eignirnar daginn eftir fangelsisdóm föður hans. Telja kröfuhafar umtalsverðar eignir hafa verið færðar undan á þennan hátt. Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Málið snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut systur þeirra í Milestone. 8. mars 2017 21:26 Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. 3. maí 2016 08:06 Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10 Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar sem tekið var til gjaldþrotaskipta í apríl. Haldinn verður skiptafundur með kröfuhöfum í næstu viku að sögn Árna Ármanns Árnasonar, lögmanns og skiptastjóra í búinu. Árni segir kröfur í búið í sjálfu sér ekki svo margar en upphæðirnar afar háar. Þeirra á meðal er Milestone, skiptabeiðandinn, sem krafðist þess að Karl yrði lýstur gjaldþrota í júlí í fyrra. Kröfuskráin í búið er ekki opinber enn sem komið er að sögn Árna. Karl skuldar þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna í kjölfar dómsmála. Hlaut Karl 3,5 árs fangelsisdóm fyrir umboðssvik í rekstri Milestone og var sömuleiðis dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna. Daginn eftir dóminn skilaði Karl leiðréttum ársreikningi og rúmlega tvítugur sonur Karls var skyndilega orðinn eigandi Lyfja og heilsu. Lyf og heilsa var hluti af Milestone en seld út úr félaginu árið 2008. Lyf og heilsa rekur tugi apóteka undir merkjum Lyfja og heilsu, Gamla apóteksins og Apótekarans. Veltan árið 2015 var sex milljarðar króna. Stundin vekur athygli á því í dag að fasteignafélagið Faxar ehf. sé nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að vaktin flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í júní. Faxar rekur apótek Lyfja og heilsa í húsinu. Eignarhald Jóns Hilmars Karlssonar á fasteignum í Austurveri og á Lyfjum og heilsu er í gegnum Faxa ehf. og Toska ehf. Jón Hilmar fékk sem fyrr segir eignirnar daginn eftir fangelsisdóm föður hans. Telja kröfuhafar umtalsverðar eignir hafa verið færðar undan á þennan hátt.
Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Málið snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut systur þeirra í Milestone. 8. mars 2017 21:26 Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. 3. maí 2016 08:06 Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10 Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Málið snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut systur þeirra í Milestone. 8. mars 2017 21:26
Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01
Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. 3. maí 2016 08:06
Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10
Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00