Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 08:54 Fjölmargir farþegar hafa orðið strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina. Vísir „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10