Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45