Tignarmenn og skríll Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 10:00 Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar