Stundum með páfagauk á hausnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Valtýr og Egill nota hvert tækifæri sem þeir geta til að leika sér með bolta, enda stefna báðir í fótboltann þegar þeir verða stórir. Fréttablaðið/Eyþór Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla.Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftrar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar.Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti.Valtýr: Svo æfum við báðir körfubolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim.Egill: Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta?Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst.Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman.Egill: Já, við vorum saman í Vatnaskógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít.Eigið þið einhver dýr?Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar.Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Egill: Fótboltamaður og fótboltaþjálfari.Valtýr: Fótboltamaður og vísindamaður. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla.Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftrar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar.Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti.Valtýr: Svo æfum við báðir körfubolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim.Egill: Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta?Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst.Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman.Egill: Já, við vorum saman í Vatnaskógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít.Eigið þið einhver dýr?Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar.Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Egill: Fótboltamaður og fótboltaþjálfari.Valtýr: Fótboltamaður og vísindamaður.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira