Stuðningsmenn Miðflokksins neikvæðastir í garð #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 10:25 Konur voru töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Myndvinnsla/Garðar Meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kemur fram í könnun MMR. Tæp 71 prósent svarenda sögðu umræðuna jákvæða og þar af sögðu 37 prósent #MeToo-umræðuna mjög jákvæða. 17 prósent svarenda töldu umræðuna hvorki jákvæða né neikvæða en tæp 13 prósent töldu hana neikvæða, þar af 5 prósent mjög neikvæða. Þá var töluverður munur á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum en konur voru til að mynda töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 82 prósent kvenna sögðu umræðuna jákvæða en 60 prósent karla voru sama sinnis. 46 prósent kvenna sögðu #MeToo-umræðuna mjög jákvæða en einungis 27 prósent karla. Karlar (18 prósent) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7 prósent) til að segja umræðuna neikvæða en 8 prósent karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.Vinstri græn jákvæðust en Miðflokksfólk neiðkvæðast Einnig var nokkuð afgerandi munur á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingar (87 prósent) og Vinstri grænna (91 prósent) var líklegast allra til að telja #MeToo-umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 32 prósent stuðningsmanna Miðflokksins, 22 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og 16 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðu umræðuna hins vegar neikvæða fyrir samfélagið. Tæp 17 prósent stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri. MeToo Tengdar fréttir Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kemur fram í könnun MMR. Tæp 71 prósent svarenda sögðu umræðuna jákvæða og þar af sögðu 37 prósent #MeToo-umræðuna mjög jákvæða. 17 prósent svarenda töldu umræðuna hvorki jákvæða né neikvæða en tæp 13 prósent töldu hana neikvæða, þar af 5 prósent mjög neikvæða. Þá var töluverður munur á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum en konur voru til að mynda töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 82 prósent kvenna sögðu umræðuna jákvæða en 60 prósent karla voru sama sinnis. 46 prósent kvenna sögðu #MeToo-umræðuna mjög jákvæða en einungis 27 prósent karla. Karlar (18 prósent) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7 prósent) til að segja umræðuna neikvæða en 8 prósent karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.Vinstri græn jákvæðust en Miðflokksfólk neiðkvæðast Einnig var nokkuð afgerandi munur á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingar (87 prósent) og Vinstri grænna (91 prósent) var líklegast allra til að telja #MeToo-umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 32 prósent stuðningsmanna Miðflokksins, 22 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og 16 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðu umræðuna hins vegar neikvæða fyrir samfélagið. Tæp 17 prósent stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri.
MeToo Tengdar fréttir Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36