Stefnir á Ólympíuleikana 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 11:15 Valgarð Reinhardsson ætlar að byggja ofan á árangurinn sem hann náði á EM í Glasgow. Vísir/Getty „Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira