Hinsegin dagar – Verðum í fremstu röð Ásmundur Einar Daðason skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Hinsegin Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun