DeChambeau í hóp goðsagnakylfinga Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. ágúst 2018 23:30 DeChambeau komst í föngulegan hóp goðsagnakylfinga með sigri sínum á sunnudag. Getty Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti. Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti.
Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira