Ólafía Þórunn nánast örugg í gegnum niðurskurðinn Ísak Jasonarson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Ólafía Þórunn keppir á sterkustu mótaröð heims. Fréttablaðið/þorsteinn Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu. Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu. Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.
Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira