Vilja að ríkið taki þátt í að bæta tjón af völdum skýstrókanna í Álftaveri Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 16:58 Tjónið af völdum strókanna einskorðaðist við bæinn Norðurhjáleigu. Sæunn Káradóttir Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk. Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk.
Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36