Ókláraðar þotur hrannast upp hjá Boeing Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 11:28 Gríðarleg eftirspurn er eftir Boeing 737 MAX flugvélunum. Vísir/Getty Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00