Kortaþjónustan segir upp meira en tug starfsmanna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. september 2018 06:00 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00