Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. september 2018 19:26 Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim. Dánaraðstoð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim.
Dánaraðstoð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira