Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 13:11 Innflytjendur bíða í röð eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum. AP/Gregory Bull Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira