Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 16:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49