Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2018 10:55 Orri Páll Dýrason er sakaður um nauðgun árið 2013. Vísir/Getty Bandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún segir Orra Pál Dýrason, trommuleikara í Sigur Rós, hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar fyrir ásakanirnar. Þar að auki hefur hann hætt í hljómsveitinni. Yfirlýsingu hans um málið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. Í henni þakkar Orri fyrir stuðninginn um leið og hann segir að málið sé honum þungbært. „Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni,“ skrifar Orri. Ásakanir Boyd hafa farið um netheima, bæði á Instagram og Twitter auk þess sem um þær hefur verið fjallað á vef tónlistartímaritsins Paste, DV sem og hefur þetta verið til umræðu á Reddit. Boyd, sem kemur fram á Instagram undir notendanafninu Yinshadowz, segir að þau Orri Páll hafi hist í Los Angeles þá er Sigur Rós voru þar við upptökur árið 2013. Þau hittust á skemmtistaðnum „The Body Shop“ hvar Boyd starfaði sem dansari um tíma. Hún segir að þau hafi bæði verið drukkin, þau fóru heim saman þar sem hún sofnaði bæði vegna ölvunar og þreytu. Að sögn Boyd kom Orri Páll fram við hana vilja sínum, tvívegis þá nótt. Að sögn Boyd hefur hún borið harm sinn vegna nauðgunarinnar í hljóði, nú í næstum sex ár, en þegar hún fylgdist með vitnaleiðslum yfir Brett Kavanaugh hafi eitthvað gerst, og hún fundið sig knúna til að gera þetta heyrinkunnugt. Í færslu Boyd er að finna ákall til eiginkonu Orra Páls, Maríu Lilju Þrastardóttur blaðamanns, að það megi heita kaldhæðnislegt að hún sé yfirlýstur femínisti, aðgerðarsinni og stofnandi hinnar íslensku Druslugöngu. María Lilja hefur lokað bæði Twitter- og Facebookreikningi sínum í kjölfar málsins. Boyd segist hafa verið mikill aðdáandi Sigur Rósar, en nú megi hún ekki heyra lag með hljómsveitinni án þess að fá ónotatilfinningu.„And if I hear another damn Sigur Ros song during a yoga class ever again I’m gonna scream. Those songs I once found deliciously calming, beautiful and serene now leave a disgusting taste in my mouth. Fjöldi manna, eða vel á 700 manns, hafa lækað fæslu Boyd á Instagram-síðu hennar og þar vilja tvær vinkonur hennar staðfesta frásögn hennar, svo langt sem það nær; segja hana hafa þjáðst af áfallastreituröskun eftir hina meintu nauðgun. Þar má jafnframt finna áskorun til Maríu Lilju, að hún láti málið til sín taka og að mikilvægt sé að hún leggi trúnað við frásögn þolandans. „María, please read this post. I am sorry to uproot your life but after reading about Orri this morning, I found he was with a feminist activist who founded the Icelandic slut walk and I felt like I had to reach out to you as a service to other women. Your partner raped one of my best friends in early 2013. I witnessed the trauma she endured after.“Meagan Boyd segist ætla að leita réttar síns vegna málsins.AðsendFrægð Orra ógnvekjandi Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“ Hún segir að hún hafi starfað sem nektardansmær í um 9 mánuði, frá lokum árs 2012 fram undir mitt ár 2013. Hún hafi ekki starfað á slíkum stöðum síðan, enda hafi hún séð hvernig „þolendur svona tilfella eru meðhöndlaðir“ og að hún hafi verið hrædd. Hræðslan hafi ekki síst verið tilkomin vegna frægðar Orra, hún vissi að ef að hún kæmi fram með ásakanirnar myndi það vekja fjölmiðlaathygli og að hún vildi ekki vera „stripparinn sem sakaði Orra í Sigur Rós um nauðgun.“ Hljómsveitin sé vinsæl og því vissi hún að hann myndi njóta mikils stuðnings. Þar að auki vildi hún ekki segja fjölskyldu sinni frá þessu, því hún skammaðist sín. Boyd segist því vera ein fjölda margra kvenna í svipaðri stöðu sem aldrei hafi greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Hún stígi hins vegar fram núna í kjölfar Metoo-byltingarinnar og réttarhaldanna yfir Kavanaugh. „Mig langaði einnig að vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína,“ skrifar Boyd til Vísis. „Mig langar að taka þátt í því að breyta hvernig fólk ræðir um nauðganir og hlúir að þolendum. Ég vonast eftir bjartri framtíð þar sem konur þurfa ekki að fara huldu höfði eftir að hafa upplifað áfallið eftir kynferðislegt ofbeldi. Og að karlmenn hætti að fremja það,“ skrifar Boyd. Hún ætlar nú að hafa samband við lögfræðing til að vega og meta næstu skref - hvort hún ætli að leita réttar síns. „En það sem skiptir mestu máli, mig langar að koma sögu minni á framfæri.“Orri, hér lengst til hægri, ásamt öðrum meðlimum Sigur Rósar.Vísir/gettyNeitun í tölvupósti Eftir að Boyd birti Instagram-færslu sína setti Orri sig í samband við hana. Í tölvupósti sem hann sendi Boyd, og Vísir hefur undir höndum, segist hann ekki skilja hvers vegna hún myndi ásaka hann á opinberum vettvangi um eitthvað sem hann hafði ekki gert. Í póstinum rekur hann upplifun sína af kvöldinu. Þau hafi hist á nektardansstaðnum þar sem Boyd starfaði áður en hún keyrði þau svo heim til Orra. Þar hafi þau varið kvöldinu við drykkju og listsköpun áður en þau „fóru í rúmið.“ Daginn eftir segir hann að Boyd hafi beðið um að fá að verja meiri tíma með Orra, en hann hafi neitað vegna þess að hann hafi þurft að fara í hljóðverið - „og þú fórst í uppnám (e. got upset) vegna þess,“ skrifar Orri. „Við skemmtum okkur vel saman. Ég kann að meta listina þína, mér finnst þú hæfileikaríkur listamaður og mér þótti gaman að vera með þér. En ég braut ekki á þér,“ skrifar hann ennfremur. Hann fer þess á leit við Boyd að hún fjarlægi Instagram-færsluna, þar sem hún sakar hann um kynferðisbrot. Hann segir færsluna ekki vera sannleikanum samkvæm og að honum þyki erfitt að sitja undir ásökununum. Þá segist hann vona að Boyd endurtaki ekki þessi ummæli eða að hún reyni að koma nokkrum í skilning um að þau séu sönn. „Ég vona að þú skiljir að þetta er mér erfitt og að ég ákvað að skrifa þér því ég vona að þú munir við nánari íhugun átta þig á því að það er ekki aðeins ósatt heldur er það einnig ósanngjarnt gagnvart mér að saka mig um eitthvað sem ég gerði ekki,“ skrifar Orri að endingu. „Þú sefur ekki hjá sofandi fólki!“ Boyd svaraði tölvupósti Orra um hálfri klukkustund eftir að hann barst. Af lestri póstsins að dæma er ljóst að svar Orra er ekki í samræmi við upplifun hennar af kvöldinu. Hér á eftir kemur þýðing blaðamanns á pósti Boyd, rétt er að vara við óhefluðu orðbragði. „Þetta er fokking lygi! Þú stakkst fokking typpinu á þér inn í mig meðan ég svaf! Tvisvar! Ég var ekki reið yfir því að þú þyrftir að fara! Ég var reið vegna þess að ég vaknaði við það að það var fokking typpi inni í mér án samþykkis! Þú hagaðir þér eins og þú skildir ekki hvers vegna ég væri í uppnámi. Ég öskraði á þig: „Þú sefur ekki hjá sofandi fólki!“ Þú baðst mig um að verða eftir, vildir fá númerið mitt og bauðst mér meira að segja í hljóðverið. Ég grét alla leiðina heim og dagana þar á eftir. Ég var í áfalli í marga mánuði og ég hef ekki geta gleymt því árum saman hversu ömurlega þú lést mér líða og hvernig mér fannst ég misnotuð.“ Í öðrum tölvupósti segist Boyd jafnframt muna „sérstaklega eftir því“ að Orri hafi tjáð henni „Ég vissi ekki að þú værir sofandi.“ „Hversu fokking ömurleg afsökun.“ Orri svarar tölvupósti Boyd með orðunum: „Mér þykir miður að þú skulir ganga í gegnum þetta. En mín upplifun af kvöldinu er allt önnur en þín.“Hluti af færslu Boyd, sem hún birti í liðinni viku.Vísir hefur ítrekað reynt að ná í Orra á síðustu dögum vegna málsins. Þá hefur Vísir haft reglulega samband við aðra meðlimi sveitarinnar og aðstandendur hennar. Nú í morgun sendi Orri frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni vísar hann ásökununum á bug og segir hann að málið hafi tekið á sig síðustu daga. Þá segist hann hættur í Sigur Rós. „Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært,“ skrifar Orri. Færslu hans má sjá hér að neðan, en hann ritaði hana bæði á íslensku og ensku. Ég vil byrja á því að þakka vinum og vandamönnum sýndan stuðning. Það er gott að finna fyrir trausti ykkar þrátt fyrir þær alvarlegu ásakanir sem komið hafa fram á hendur mér.Málið hefur óneitanlega tekið á mig síðustu daga. Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.Vegna umfangs þessa máls hef ég ákveðið að hætta í Sigur Rós. Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært. Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega.ÁstOrri//I begin with thanking my friends and relatives for the support you have shown. It is good for me feel for your trust, despite the serious public allegations against me.This matter has undeniably taken its toll on me for the past few days. Justifiably, some will say, and I do not intend to argue with those people. However, I sincerely ask the same people to steer their anger into the right path and abstain from dragging my family, and especially my wife, into this matter. At the same time, I ask people to stay calm and not to be divided into two battling armies, these are not court proceedings, just Meagan’s words against mine, on the internet. Loud and provocative words are in nobody's favour – neither to me or her.In light of the scale of this matter, I have decided to leave Sigur Rós. That is a difficult decision for me, but I cannot have these serious allegations influence the band and the important and beautiful work that has been done there for the last years. A job that is so dear to me.I will do anything in my power to get myself out of this nightmare, but out of respect for those actually suffering from sexual violence, I will not take that fight public.LoveOrriÉg vil byrja á því að þakka vinum og vandamönnum sýndan stuðning. Það er gott að finna fyrir trausti ykkar þrátt fyrir...Posted by Orri Pall Dyrason on Monday, October 1, 2018 MeToo Tónlist Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Bandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún segir Orra Pál Dýrason, trommuleikara í Sigur Rós, hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar fyrir ásakanirnar. Þar að auki hefur hann hætt í hljómsveitinni. Yfirlýsingu hans um málið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. Í henni þakkar Orri fyrir stuðninginn um leið og hann segir að málið sé honum þungbært. „Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni,“ skrifar Orri. Ásakanir Boyd hafa farið um netheima, bæði á Instagram og Twitter auk þess sem um þær hefur verið fjallað á vef tónlistartímaritsins Paste, DV sem og hefur þetta verið til umræðu á Reddit. Boyd, sem kemur fram á Instagram undir notendanafninu Yinshadowz, segir að þau Orri Páll hafi hist í Los Angeles þá er Sigur Rós voru þar við upptökur árið 2013. Þau hittust á skemmtistaðnum „The Body Shop“ hvar Boyd starfaði sem dansari um tíma. Hún segir að þau hafi bæði verið drukkin, þau fóru heim saman þar sem hún sofnaði bæði vegna ölvunar og þreytu. Að sögn Boyd kom Orri Páll fram við hana vilja sínum, tvívegis þá nótt. Að sögn Boyd hefur hún borið harm sinn vegna nauðgunarinnar í hljóði, nú í næstum sex ár, en þegar hún fylgdist með vitnaleiðslum yfir Brett Kavanaugh hafi eitthvað gerst, og hún fundið sig knúna til að gera þetta heyrinkunnugt. Í færslu Boyd er að finna ákall til eiginkonu Orra Páls, Maríu Lilju Þrastardóttur blaðamanns, að það megi heita kaldhæðnislegt að hún sé yfirlýstur femínisti, aðgerðarsinni og stofnandi hinnar íslensku Druslugöngu. María Lilja hefur lokað bæði Twitter- og Facebookreikningi sínum í kjölfar málsins. Boyd segist hafa verið mikill aðdáandi Sigur Rósar, en nú megi hún ekki heyra lag með hljómsveitinni án þess að fá ónotatilfinningu.„And if I hear another damn Sigur Ros song during a yoga class ever again I’m gonna scream. Those songs I once found deliciously calming, beautiful and serene now leave a disgusting taste in my mouth. Fjöldi manna, eða vel á 700 manns, hafa lækað fæslu Boyd á Instagram-síðu hennar og þar vilja tvær vinkonur hennar staðfesta frásögn hennar, svo langt sem það nær; segja hana hafa þjáðst af áfallastreituröskun eftir hina meintu nauðgun. Þar má jafnframt finna áskorun til Maríu Lilju, að hún láti málið til sín taka og að mikilvægt sé að hún leggi trúnað við frásögn þolandans. „María, please read this post. I am sorry to uproot your life but after reading about Orri this morning, I found he was with a feminist activist who founded the Icelandic slut walk and I felt like I had to reach out to you as a service to other women. Your partner raped one of my best friends in early 2013. I witnessed the trauma she endured after.“Meagan Boyd segist ætla að leita réttar síns vegna málsins.AðsendFrægð Orra ógnvekjandi Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“ Hún segir að hún hafi starfað sem nektardansmær í um 9 mánuði, frá lokum árs 2012 fram undir mitt ár 2013. Hún hafi ekki starfað á slíkum stöðum síðan, enda hafi hún séð hvernig „þolendur svona tilfella eru meðhöndlaðir“ og að hún hafi verið hrædd. Hræðslan hafi ekki síst verið tilkomin vegna frægðar Orra, hún vissi að ef að hún kæmi fram með ásakanirnar myndi það vekja fjölmiðlaathygli og að hún vildi ekki vera „stripparinn sem sakaði Orra í Sigur Rós um nauðgun.“ Hljómsveitin sé vinsæl og því vissi hún að hann myndi njóta mikils stuðnings. Þar að auki vildi hún ekki segja fjölskyldu sinni frá þessu, því hún skammaðist sín. Boyd segist því vera ein fjölda margra kvenna í svipaðri stöðu sem aldrei hafi greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Hún stígi hins vegar fram núna í kjölfar Metoo-byltingarinnar og réttarhaldanna yfir Kavanaugh. „Mig langaði einnig að vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína,“ skrifar Boyd til Vísis. „Mig langar að taka þátt í því að breyta hvernig fólk ræðir um nauðganir og hlúir að þolendum. Ég vonast eftir bjartri framtíð þar sem konur þurfa ekki að fara huldu höfði eftir að hafa upplifað áfallið eftir kynferðislegt ofbeldi. Og að karlmenn hætti að fremja það,“ skrifar Boyd. Hún ætlar nú að hafa samband við lögfræðing til að vega og meta næstu skref - hvort hún ætli að leita réttar síns. „En það sem skiptir mestu máli, mig langar að koma sögu minni á framfæri.“Orri, hér lengst til hægri, ásamt öðrum meðlimum Sigur Rósar.Vísir/gettyNeitun í tölvupósti Eftir að Boyd birti Instagram-færslu sína setti Orri sig í samband við hana. Í tölvupósti sem hann sendi Boyd, og Vísir hefur undir höndum, segist hann ekki skilja hvers vegna hún myndi ásaka hann á opinberum vettvangi um eitthvað sem hann hafði ekki gert. Í póstinum rekur hann upplifun sína af kvöldinu. Þau hafi hist á nektardansstaðnum þar sem Boyd starfaði áður en hún keyrði þau svo heim til Orra. Þar hafi þau varið kvöldinu við drykkju og listsköpun áður en þau „fóru í rúmið.“ Daginn eftir segir hann að Boyd hafi beðið um að fá að verja meiri tíma með Orra, en hann hafi neitað vegna þess að hann hafi þurft að fara í hljóðverið - „og þú fórst í uppnám (e. got upset) vegna þess,“ skrifar Orri. „Við skemmtum okkur vel saman. Ég kann að meta listina þína, mér finnst þú hæfileikaríkur listamaður og mér þótti gaman að vera með þér. En ég braut ekki á þér,“ skrifar hann ennfremur. Hann fer þess á leit við Boyd að hún fjarlægi Instagram-færsluna, þar sem hún sakar hann um kynferðisbrot. Hann segir færsluna ekki vera sannleikanum samkvæm og að honum þyki erfitt að sitja undir ásökununum. Þá segist hann vona að Boyd endurtaki ekki þessi ummæli eða að hún reyni að koma nokkrum í skilning um að þau séu sönn. „Ég vona að þú skiljir að þetta er mér erfitt og að ég ákvað að skrifa þér því ég vona að þú munir við nánari íhugun átta þig á því að það er ekki aðeins ósatt heldur er það einnig ósanngjarnt gagnvart mér að saka mig um eitthvað sem ég gerði ekki,“ skrifar Orri að endingu. „Þú sefur ekki hjá sofandi fólki!“ Boyd svaraði tölvupósti Orra um hálfri klukkustund eftir að hann barst. Af lestri póstsins að dæma er ljóst að svar Orra er ekki í samræmi við upplifun hennar af kvöldinu. Hér á eftir kemur þýðing blaðamanns á pósti Boyd, rétt er að vara við óhefluðu orðbragði. „Þetta er fokking lygi! Þú stakkst fokking typpinu á þér inn í mig meðan ég svaf! Tvisvar! Ég var ekki reið yfir því að þú þyrftir að fara! Ég var reið vegna þess að ég vaknaði við það að það var fokking typpi inni í mér án samþykkis! Þú hagaðir þér eins og þú skildir ekki hvers vegna ég væri í uppnámi. Ég öskraði á þig: „Þú sefur ekki hjá sofandi fólki!“ Þú baðst mig um að verða eftir, vildir fá númerið mitt og bauðst mér meira að segja í hljóðverið. Ég grét alla leiðina heim og dagana þar á eftir. Ég var í áfalli í marga mánuði og ég hef ekki geta gleymt því árum saman hversu ömurlega þú lést mér líða og hvernig mér fannst ég misnotuð.“ Í öðrum tölvupósti segist Boyd jafnframt muna „sérstaklega eftir því“ að Orri hafi tjáð henni „Ég vissi ekki að þú værir sofandi.“ „Hversu fokking ömurleg afsökun.“ Orri svarar tölvupósti Boyd með orðunum: „Mér þykir miður að þú skulir ganga í gegnum þetta. En mín upplifun af kvöldinu er allt önnur en þín.“Hluti af færslu Boyd, sem hún birti í liðinni viku.Vísir hefur ítrekað reynt að ná í Orra á síðustu dögum vegna málsins. Þá hefur Vísir haft reglulega samband við aðra meðlimi sveitarinnar og aðstandendur hennar. Nú í morgun sendi Orri frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni vísar hann ásökununum á bug og segir hann að málið hafi tekið á sig síðustu daga. Þá segist hann hættur í Sigur Rós. „Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært,“ skrifar Orri. Færslu hans má sjá hér að neðan, en hann ritaði hana bæði á íslensku og ensku. Ég vil byrja á því að þakka vinum og vandamönnum sýndan stuðning. Það er gott að finna fyrir trausti ykkar þrátt fyrir þær alvarlegu ásakanir sem komið hafa fram á hendur mér.Málið hefur óneitanlega tekið á mig síðustu daga. Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.Vegna umfangs þessa máls hef ég ákveðið að hætta í Sigur Rós. Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært. Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega.ÁstOrri//I begin with thanking my friends and relatives for the support you have shown. It is good for me feel for your trust, despite the serious public allegations against me.This matter has undeniably taken its toll on me for the past few days. Justifiably, some will say, and I do not intend to argue with those people. However, I sincerely ask the same people to steer their anger into the right path and abstain from dragging my family, and especially my wife, into this matter. At the same time, I ask people to stay calm and not to be divided into two battling armies, these are not court proceedings, just Meagan’s words against mine, on the internet. Loud and provocative words are in nobody's favour – neither to me or her.In light of the scale of this matter, I have decided to leave Sigur Rós. That is a difficult decision for me, but I cannot have these serious allegations influence the band and the important and beautiful work that has been done there for the last years. A job that is so dear to me.I will do anything in my power to get myself out of this nightmare, but out of respect for those actually suffering from sexual violence, I will not take that fight public.LoveOrriÉg vil byrja á því að þakka vinum og vandamönnum sýndan stuðning. Það er gott að finna fyrir trausti ykkar þrátt fyrir...Posted by Orri Pall Dyrason on Monday, October 1, 2018
MeToo Tónlist Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira