Krabbinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 1. október 2018 07:00 Afi lá margar banalegur og fékk öll krabbamein sem voru í boði á þeirri tíð – það var í gamladaga og úrvalið minna. Hann endaði svo hjá Guði eins og allt gott fólk og fór þangað með viðkomu í Kálfatjarnarkirkju. Það er í annálum að amma annaðist afa af natni í langvarandi veikindum og gaf honum inn ýmis meðul bæði vottuð og minna vottuð, reseptsskyld og reseptslaus. Hann át þau öll og reykti fílterlausan Camel og drakk kaffi. Brennivín drakk hann lítið undir það síðasta enda aðdrættir harðir þar sem amma var ern – og fim. Ekki er það heldur efni þessa skrifelsis. Það er helvítis krabbinn sem fékk mig til að stinga niður penna. Nú er október að hefjast og hann verður, trúi ég, jafn bleikur og fyrrum. Reyndar kann ég, skáldið sjálft, ekki við þessa bleiku tengingu. Við orðsins menn vitum að bleikt er litur dauðans – tákn fyrir endalokin hér á jörð. En við sem trúum á Jesú Krist, krossfestan, dáinn, grafinn og upprisinn, höfum ekki teljandi áhyggjur af þeim „endalokum“. Nú er sá tími að við eigum að hugsa til þeirra sem þjást af krabbameini, við eigum að styrkja þá og styðja. Við eigum að biðja fyrir þeim. Við eigum að vinna að forvörnum og við eigum að styrkja heilbrigðiskerfið. Líta eftir okkur sjálfum. Við eigum að taka höndum saman, svona eins og hægt er, til þess að drepa þennan vágest – sem vill helst af öllu drepa okkur og okkar. Nú er amma farin, hún gefur ykkur því ekki mixtúrur. En það þarf jafn magnaðar manneskjur og hún var til þess að berjast gegn krabbanum. Sem betur fer eigum við þannig fólk. Styðjum það! Og hvert annað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Afi lá margar banalegur og fékk öll krabbamein sem voru í boði á þeirri tíð – það var í gamladaga og úrvalið minna. Hann endaði svo hjá Guði eins og allt gott fólk og fór þangað með viðkomu í Kálfatjarnarkirkju. Það er í annálum að amma annaðist afa af natni í langvarandi veikindum og gaf honum inn ýmis meðul bæði vottuð og minna vottuð, reseptsskyld og reseptslaus. Hann át þau öll og reykti fílterlausan Camel og drakk kaffi. Brennivín drakk hann lítið undir það síðasta enda aðdrættir harðir þar sem amma var ern – og fim. Ekki er það heldur efni þessa skrifelsis. Það er helvítis krabbinn sem fékk mig til að stinga niður penna. Nú er október að hefjast og hann verður, trúi ég, jafn bleikur og fyrrum. Reyndar kann ég, skáldið sjálft, ekki við þessa bleiku tengingu. Við orðsins menn vitum að bleikt er litur dauðans – tákn fyrir endalokin hér á jörð. En við sem trúum á Jesú Krist, krossfestan, dáinn, grafinn og upprisinn, höfum ekki teljandi áhyggjur af þeim „endalokum“. Nú er sá tími að við eigum að hugsa til þeirra sem þjást af krabbameini, við eigum að styrkja þá og styðja. Við eigum að biðja fyrir þeim. Við eigum að vinna að forvörnum og við eigum að styrkja heilbrigðiskerfið. Líta eftir okkur sjálfum. Við eigum að taka höndum saman, svona eins og hægt er, til þess að drepa þennan vágest – sem vill helst af öllu drepa okkur og okkar. Nú er amma farin, hún gefur ykkur því ekki mixtúrur. En það þarf jafn magnaðar manneskjur og hún var til þess að berjast gegn krabbanum. Sem betur fer eigum við þannig fólk. Styðjum það! Og hvert annað!