Unnt að nota símann sem greiðslukort Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2018 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira