Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2018 18:30 Rækjuverksmiðjan Hólmadrangur er í elsta hluta Hólmavíkur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00