Þá sjaldan að gagn hefði verið af smá íhaldssemi Pawel Bartoszek skrifar 12. október 2018 17:15 Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar